» Skip to content

Tynwald Hill á Mön

Tynwald Hill í St. John‘s er gamall fundarstaður þingsins á Mön sem rekja má aftur til síðari hluta fyrsta árþúsunds e.Kr. hið minnsta.

Hæðin sjálf er manngerð og þrepaskipt, um það bil 25 metrar að þvermáli og um 3,6 metra há. Saga hennar nær allt aftur til forsögulegs tíma þegar greina má fyrstu ummerki um að safnast hafi verið þar saman til fundahalda. Þegar konungsveldi varð til í dalnum Neb í nágrenninu jókst mikilvægi staðarins og snemma á 2. öld e.Kr. var Tynwald Hill fundarstaður landsins.

Starfsemi fer enn fram á staðnum og árið 1979 var haldið upp á 1000 ára sögu hans sem þingstaðar. Þingið kemur nú saman í höfuðstað eyjarinnar, Douglas, þriðja þriðjudag hvers mánaðar en einu sinni á ári, þann 5. júlí, fer fram athöfn undir berum himni á Tynwald Hill. Sá dagur er lögboðinn frídagur á eyjunni og þau lög sem sett hafa verið á árinu eru kunngerð bæði á gelísku og ensku.

Tynwald Hill er því einn merkilegasti staður á eynni því hann er ekki aðeins vitnisburður um ríka sögulega arfleifð Manarbúa heldur gegnir hann samfélagslegu hlutverki í nútímanum.

Tynwald-dagurinn

Tynwald Day ceremony, 2005 Tynwald Day ceremony, 2005Zoom Tynwald-dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 5. júlí ár hvert frammi fyrir þúsundum áhorfenda. Helsta mál á dagskrá er að kunngera þau lög sem sett hafa verið undanfarið ár og gefa kost á andmælum. Athöfnin er í beinu framhaldi þeirra funda sem taldir eru hafa verið haldnir í yfir 1000 ár.

Skrúðganga

Athöfnin hefst á því að heiðursvörðurinn, lúðrasveit hersins og fánaberar ganga fylktu liði ásamt fulltrúum frá skólum og öðrum stofnunum á svæðinu. Koma landstjórans er tilkynnt með því að herflugvél flýgur yfir. Hann framkvæmir svo liðsskoðun og leggur blómsveig að minnisvarða um fallna hermenn áður en hann stýrir einnar mínútu þögn og sækir svo guðsþjónustu í hinni konunglegu kapellu ásamt þingmönnum Tynwald og öðru tignarfólki.

Lögin kunngerð

King George VI and Elizabeth on Tynwald Hill, 1945 King George VI and Elizabeth on Tynwald Hill, 1945Zoom  Að guðsþjónustunni lokinni fara þingmenn og aðrir þátttakendur til Tynwald Hill þar sem þeir setjast eftir stigskiptri sætaskipan. Landstjórinn, fulltrúar hans og löggjafarráðið (efri deild Tynwald) eru efst og því næst koma beint kjörnir fulltrúar Tynwald, því næst embættisfólk, háttsett fólk og fulltrúar trúarbragða og neðst sitja prestar frá ensku kirkjunni og tveir dómritarar.

Landstjórinn segir fyrsta dómara að kalla eftir þögn á fundinum áður en lögin eru kunngerð, fyrst á ensku (af fyrsta dómara) og því næst á tungu Manarbúa (af öðrum dómara). Landstjórinn býður þá hverjum þeim sem hefur beiðni um lagfæringu um að bera hana upp. Þessi einfalda en forna athöfn gerir andmæli og lagfæringar mögulegar og getur leitt til tilkomu nýrra laga. Að athöfninni lokinni kemur fundurinn saman í kapellunni til að undirrita vottorð um yfirlýsingu laganna og taka fyrir önnur mál.

NÁLÆGIR STAÐIR

Royal Chapel of St John the Baptist © Frank Bradford Royal Chapel of St John the Baptist © Frank BradfordZoom Hin konunglega kapella og Fairfield
Frá Tynwald Hill liggur stígur að hinni konunglegu kapellu Jóhannesar skírara, 115 metra í austur.  Umhverfis hæðina, kapelluna og stíginn er veggur og utan við hann er opið svæði sem nefnist Fairfield.

Tynwald Hill, kapellan og Fairfield eru við vesturenda flatrar, grýttrar sléttu sem liggur á milli tveggja kvísla fljótsins Neb um þrjá kílómetra suðaustur af hinni fornu borg Peel. Auk þess sem áður hefur verið minnst á er slétta þessi auðug af fornleifum. Nýjasti fundurinn er steinkista eða grafhvelfing sem nefnist Follagh y Vannin og er að finna til vesturs við lítinn veg sem liggur frá St. John‘s og aftur fyrir Tynwald Hill og til Glenmooar. Kistan er frá því snemma á bronsöld, um það bil 2000 f.Kr. og hefur upprunalega verið inni í grasi vaxinni dys úr mold og grjóti.

Tynwald-sýningin í húsinu við hliðina á kapellunni segir frá sögu Tynwald Hill og athafnarinnar þar. Hægt er að koma í kring heimsóknum í opinberar stofnanir með því að hringja í síma 00 44 1624 685520 eða senda tölvupóst á netfangið library@tynwald.org.im.

Peel-kastali og virkið á St. Patrick‘s Isle í Peel eru frá 9. – 19. öld.

Rushen-kastali í Castletown er einstaklega vel varðveittur  og gnæfir yfir fyrrverandi höfuðstað eyjarinnar. Hann var reistur á 12. öld og í notkun þangað til á 19. öld.

Söfn og sýningar
Manx Museum í Douglas er helgað landslagi, fornum minjum, samfélagssögu og náttúrusögu Manar og þar er m.a. að finna bóka- og skjalasafn þjóðarinnar.

House of Manannan í Peel segir sögu sjósóknar kelta og víkinga á Mön undir leiðsögn goðsagnarinnar og verndara eyjarinnar, Manannan.  

Tynwald in the 1950s Tynwald in the 1950sZoom Fornleifar
Mön er auðug af fornum menjum. Á meðal áhugaverðra staða má nefna járnaldarbæinn og norræna bæinn við The Braaid á milli Douglas og Foxdale og virki frá járnöld ásamt kapellu, grafreitum og bátkumli við Balladoole á milli Castletown og Port St. Mary.

Almenningsgarðar
Njótið þess að fara í Tynwald-grasagarðinn í St. John’s sem opnaður var í tilefni af 1000 ára afmæli Tynwald. Garðurinn er austan og norðan megin við Tynwald Hill. Til vesturs við Tynwald Hill eru garðarnir í Cooil y Ree.

Matur og drykkur
Tynwald Hill Inn í St. John’s er ekta ölkrá með veitingum og lifandi tónlistarflutningi. Hvernig væri að njóta matarins á Tynwald Hill Tearooms, veitingastað sem býður upp á ferskan mat af svæðinu, léttan hádegisverð, heimabakaðar kökur, skonsur og búðinga? Tynwald Mills í St. Johns býður upp á veitingaþjónustu og selur varning í gamalli millu norðan við Tynwald Hill. 

UPPLÝSINGAR FYRIR FERÐAMENN

Heimsækið Mön

Mön er eyja sem skartar ótrúlegri náttúrufegurð, ósnortnum ströndum og rólyndislegu lífi í Írlandshafi á milli Bretlands og Írlands. Eyjarskeggar eru stoltir af arfleifð kelta og víkinga á eyjunni en horfa fram á veg í nútímalegu samfélagi. Mön er í konungssambandi við Bretland en nýtur fullrar sjálfsstjórnar undir löggjafarþingi sínu, Tynwald Court, og er hvorki hluti Stóra-Bretlands né Evrópusambandsins. Ef til vill hefurðu heyrt talað um hina þrjá fætur Manar (þjóðartáknið), manarketti, TT-kappaksturinn eða síldina frá Mön. En komdu og skoðaðu Tynwald Hill og staði frá tímum víkinga og kelta, gakktu um fjöllin og strendurnar og gæddu þér svo á sjávarfanginu okkar, loaghtan-lambinu, ostum og öli.

STAÐSETNING

HAFA SAMBAND

Isle of Man Tourism Division
Department of Economic Development
1st Floor St George's Court
Upper Church Street
Douglas
Isle of Man
IM1 1EX

Sími: 00 44 1624 686766
Netfang: tourism@gov.im

UPPRUNI/SKÝRING Á HEITINU

Fornnorræna Þingvöllr: Völlur þingsins

FJÁRMÖGNUN VERKEFNIS