» Skip to content

Dingwall í Skotlandi

Talið er að þingstaðurinn Dingwall hafi verið þar sem bílastæðið við Cromartie-minnismerkið er nú.

Lítið er þó vitað um þingfundi þar og í raun er það aðeins heiti staðarins sem gefur til kynna að þingstaður hafi verið þar. Fræðimenn hafa gengið út frá því að bærinn hafi byggst upp yfir þingstaðinn og að hann verði ekki afhjúpaður nema til komi tilviljanakenndur fornleifafundur. Í sögunum er þings hvorki getið í Dingwall né annars staðar í norðurhluta meginlands Skotlands. Þá eykur það enn á leyndardóminn sem yfir staðnum hvílir að fátt er um sagnfræðileg gögn eða fornleifar sem rennir stoðum undir að norrænir menn eða víkingar hafi sest þar að, þrátt fyrir fjölda norrænna örnefna á svæðinu.

Sagan segir að þingið hafi verið haldið í eystri hlíðum Gallows Hill, um 600 metra vestur af miðaldabænum. Nýlegar sagnfræðirannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að það hafi í raun verið haldið á hólnum sem Cromartie-minnisvarðinn stendur nú á. Ýmislegt sem oft er sett í samhengi við þingstaði má finna á staðnum. Á enginu við hólinn (þar sem nú stendur bensínstöð) hefðu fundarmenn getað komið saman. Staðurinn tengist kirkju í nágrenninu og á Gallows Hill (Gálgahæð) hafa aftökur farið fram.

Um 1710 lét Sir George Mackenzie, fyrsti jarlinn af Cromartie, reisa stóran minnisvarða efst á hæðinni. Þegar hann lést árið 1714 var hann jarðsettur við hlið minnisvarðans en því má þakka varðveislu staðarins. Árið 1917 var minnisvarðinn farinn að halla hættulega mikið og því var hann fjarlægður og árið 1923 var annar minni reistur í staðinn og stendur hann enn. Árið 1947 var stór hluti hólsins jafnaður við jörðu og honum breytt í bílastæðiog aðeins stendur grafreitur jarlsins eftir.

Enduruppgötvun þingstaðarins í Dingwall

Ground penetrating radar survey revealed evidence of a possible ditch running around the mound © Dr Oliver O’GradyÁrum saman hefur þingið í Dingwall valdið sagnfræðingum og fornleifafræðingum heilabrotum. Nýlega tókst félögum í sagnfræðifélagi Dingwall að svipta hulunni af staðsetningu þess. Svarið leyndist í þremur skjölum og fannst þegar þau voru lögð saman. Fyrsta skjalið, sem er frá árinu 1503, lýsir því að James, hertoginn af Ross, hafi afsalað sér öllu landi sínu í Ross að undanskildum þinghólnum í Dingwall. Eignarhald yfir þinghólnum nægði honum til að halda hertogatign yfir Ross en það sýnir hversu mikilvægur staðurinn var talinn á þessum tíma. Samkvæmt skjalinu var þessi þinghóll alveg við bæinn en ekki fjarri honum eins og oft er gert ráð fyrir. Næstu vísbendingu er að finna í afsalsbréfi jarlsins af Cromartie frá árinu 1672 að landskika í Dingwall sem nefndur er Hillyard. Þinghólar voru einfaldlega nefndir hólar og þetta staðfestir skjalið þar sem landskikanum er lýst sem „ye mute hill of Dinguall“ („þinghóllinn í DingualI“). Síðasta vísbendingin er í jarðabókum frá 18. öld þar sem greint er frá því að Hillyard, eða Yardhill, sé nú grafreitur Cromartie-fjölskyldunnar sem nú er betur þekktur sem Cromartie-bílastæðið.

Þökk sé þessum uppgötvunum hafa fornleifafræðingar fengið að hefja störf við þingstaðinn í Dingwall í fyrsta sinn í sögunni. Árið 2011 var gerð ratsjárskoðun á bílastæðinu. Niðurstöðurnar vörpuðu nokkru ljósi á hina heillandi sögu staðarins. Upprunaleg stærð hólsins kom í ljós ásamt því sem virðist vera síki sem liggur umhverfis staðinn frá gömlu strandlengjunni ogDr Oliver O’Grady and members of the Dingwall History Society survey the Cromartie Car Park © Dingwall History Society hugsanlega inngöngustaður í suðvesturhlutanum. Rétt eins og á Tynwald Hill á Mön er mögulegt að Dingwall hafi verið nátengt kirkjunni í nágrenninu. Eitthvað sem vel gæti verið brú eða upphækkaður vegur yfir síkið sést á norðvesturhliðinni sem snýr að kirkjunni og einnig eru vísbendingar um niðurgrafinn veg undir Church Street sem liggur á milli kirkjunnar og hólsins. 

Einnig má nefna hugsanlegar leifar frá forsögulegum tíma undir hólnum og ummerki um uppgröft frá Viktoríutímabilinu þegar reynt var að finna grafreit George jarls af Cromartie. Þessar niðurstöður veita okkur fyrstu sýn inn í sögu þingstaðarins í Dingwall. Frekari rannsóknir og uppgröftur munu afhjúpa hana betur og til stendur að opna sögumiðstöð á staðnum þar sem sögunni verða gerð góð skil.

NÁLÆGIR STAÐIR

Dingwall High Street featuring Dingwall Town House and the historic tollbooth towerDingwall
Dingwall er markaðsbær sem á sér langa og merka sögu sem nær allt aftur til tímans áður en norrænir menn komu þangað.  Bærinn er innst í Cromarty-firði og var gerður að kaupstað árið 1226. Bærinn, og svæðið í kring, er þrunginn sögu. Hann er höfuðstaður Ross-skíris og hefur verið miðstöð viðskipta, stjórnsýslu og dómstóla frá því á tímum víkinganna og er það enn. Samgöngur eru góðar og aldrei hefur verið eins auðvelt að ferðast til bæjarins með bíl, lest, rútu eða á reiðhjóli.

Í boði er fjölbreytt menning og afþreying. Allt frá hinu fróða starfsfólki bæjarsafnsins til úrvalskaffihúsa og -verslana. Þá er stutt í sveitina þar sem nóg er af göngu- og hjólaleiðum svo Dingwall hentar frábærlega sem bækistöð þegar skoða á hina mörgu áhugaverðu og fjölbreyttu staði í nágrenninu. 

Colourful planters brighten up Dingwall High StreetSmalasýningin (Dingwall & Highland Marts)
Smalasýningin gerir sögu smalamennsku í Hálöndunum góð skil.  Anna prinsessa opnaði hana í júlí 2008 og á henni eru gögn bæði á rafrænu og rituðu formi um sögu smalamennsku – ásamt sýningargripum frá þeim tíma þegar smalar ferðuðust langar leiðir yfir Skosku hálöndin með nautgripi og sauðfé á markaði.

Strathpeffer
Þessi heilsumiðstöð frá Viktoríutímabilinu er í um átta kílómetra fjarlægð frá Dingwall. Þar má sjá óspillta byggingarlist ásamt safni sem helgað er bernskunni og stendur á brautarpalli gömlu lestarstöðvarinnar. Á meðal áhugaverðra gönguleiða má nefna piktneska arnarsteininn og steinvölundarhúsið. 

UPPLÝSINGAR FYRIR FERÐAMENN

Ferðamáti
Auðvelt er að ferðast til Dingwall með bíl, lest eða flugvél. Lestarstöð er í bænum og þaðan fara reglulega lestir til Inverness. Þaðan má ferðast til annarra hluta Skotlands og til Lundúna. Frá flugvellinum í Inverness er flogið til nokkurra staða og rútuferðir eru á milli flugvallarins og miðbæjarins. Einnig fer rúta frá rútustöðinni í Inverness til Dingwall.

STAÐSETNING

HAFA SAMBAND

UPPRUNI/SKÝRING Á HEITINU

Fornnorræna Þingvöllr: Völlur þingsins

FJÁRMÖGNUN VERKEFNIS