Tingwall á Orkneyjum

-
This Iron Age Broch site at Tingwall is believed to be the site of one of Orkney’s thing © Frank BradfordZoom
-
A witch's skull is said to pop up in the sands at Dingieshowe © Frank BradfordZoom
-
Gallow place names are often found in association with thing sites © Frank BradfordZoom
-
The thing moved to St Magnus Cathedral in the twelfth century © Frank BradfordZoom
-
A replica of the Market Cross stands outside the Cathedral © Frank BradfordZoom
-
The Gallows site at the top of Clay Loan © Frank BradfordZoom
-
The hangman’s ladder is stored in St Magnus Cathedral © Frank BradfordZoom
-
Marwick’s Hole in the Cathedral was used as a holding place for criminals awaiting trial © Frank BradfordZoom
-
The original Market Cross can be found inside St Magnus Cathedral © Frank BradfordZoom
Fornir þingstaðir Orkneyja
Þingstaðir Orkneyja eru sveipaðir nokkrum dularblæ. Litlar heimildir eru til um þá og það sem vitað er um þá er að mestu úr sögum, þjóðsögum og brotakenndum heimildum.
Dingieshowe © Frank BradfordZoom
Í Orkneyinga sögu er þess víða getið að þingfundir hafi farið fram á Orkneyjum. Á fundum þessum gátu höfðingjar á svæðinu skipst á ráðum og sættir voru gerðar í deilumálum á milli jarla. Þingin voru einkum haldin á vorin og haustin og þótt staðsetningar þeirra sé ekki alltaf getið virðist meginlandið gjarnan hafa verið vettvangur þeirra.
Tvö örnefni benda til þingstaða. Tingwall er á vesturhluta meginlandsins, á sýslumörkum Rendall og Evie, og Dingieshowe er á austurhluta meginlandsins, á sýslumörkum Deerness og St. Andrews.
Á Tingwall hafa víkingarnir að öllum líkindum notað grasi vaxnar rústir svokallaðra broch-turna (hringlaga turnbygginga frá járnöld) sem þingstað. Enn er sjáanlegur stór grasi vaxinn haugur með þrepum við veginn að ferjuhöfninni. Hann er staðsettur þannig að útsýni sé gott til Hrólfseyjar (Rousay), Vigurs (Wyre) og Egilseyjar (Egilsay) þar sem víkingurinn Sveinn Ásleifsson bjó á 12. öld. Í Orkneyinga sögu er sagt frá því að frændi Sveins, Helgi, hafi búið á Tingwall og talið er að þar hafi sumir þeirra funda sem getið er í sögunni átt sér stað.
Við Dingieshowe hafa rústir frá forsögulegum tíma einnig verið nýttar. Í kringum 300 f.Kr. var broch-turn byggður á stað sem nýsteinaldarmenn höfðu notað um 3000 árum fyrr. Löngu síðar voru rústir broch-turnsins notaðar sem þingstaður. Þjóðsögur á svæðinu segja frá því að norn hafi verið brennd við Dingieshowe og mun höfuðkúpa hennar hafa birst ítrekað í sandinum umhverfis Dingieshowe.
Fleiri forsögulegir staðir hafa verið tengdir gerð og riftingu lagalegra samninga. Maeshowe er manngeng steindys frá nýsteinöld sem er á heimsminjaskrá UNESCO og hefur að geyma stærsta safn rúnarista í Bretlandi. Ekki er vitað hvort staðurinn hafi verið nýttur sem þingstaður en á það hefur verið bent að veggurinn sem umlykur hauginn hafi afmarkað staðinn vel. Kirkjan í Stenness í nágrenni Maeshowe á sér einnig sögu en með því að ganga í gegnum kirkjuna mátti rifta þeim samningum sem gerðir höfðu verið með handsali í gegnum stein Óðins.
Kirkwall og dómkirkja heilags Magnúsar
St Magnus Cathedral © Frank BradfordZoom
Á 12. öld varð Kirkwall miðstöð stjórnsýslu á Orkneyjum. Í Orkneyinga sögu er á nokkrum stöðum getið funda sem áttu sér stað í borginni, þar á meðal í dómkirkju heilags Magnúsar.
Dómkirkjan gegndi bæði kirkjulegu og dómsmálalegu hlutverki. Í skjölum eru heimildir um að hún hafi verið nýtt sem dómsalur og markaðstorg og í kirkjunni er margt athyglisvert sem rennir stoðum undir þetta. Þar er að finna stiga fyrir böðul, gálga og meira að segja dýflissu.
Dómkirkjan var staðsett nálægt krossinum á markaðstorginu þar sem brennur voru. Upprunalegi krossinn er nú í norðurskipi dómkirkjunnar en eftirmynd af honum stendur fyrir utan, á Kirk Green.
Örnefni veita einnig upplýsingar um réttarkerfi á Orkneyjum til forna. Á Gallows Ha’ (Gálgahæð), efst á Clay Loan, stóðu gálgar og kyrkingarstangir. Sagan segir að Thieves Holm (Þjófahólmi) við mynni flóans hafi eitt sinn verið heimili útlægra þjófa og norna. Talið er að á svæðinu sem eitt sinn nefndist Parliament Close (Þinggarður) (þar sem nú er að finna Albert Street 6) hafi þing líka komið saman. Þar var einnig þinghús í nágrenninu.
UPPLÝSINGAR FYRIR FERÐAMENN
Orkneyjar sóttar heim
Orkneyjar er eyjaklasi sem samanstendur af um 70 eyjum og skerjum um 10 km norðaustur af Skotlandi. Fallegar, grænar brekkur og tún, tilkomumiklar strandlengjur, stórkostlegt dýralíf og miklar sögulegar menjar og fornleifar einkenna eyjarnar.
Maeshowe © Frank BradfordZoom
Orkneyjar hafa verið í byggð í 6000 ár. Svæðið á vesturhluta meginlandsins er eitt það auðugasta í Evrópu af menjum frá nýsteinöld. Svæðið er þekkt sem hjarta nýsteinaldar á Orkneyjum og var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999 og fékk þar með sömu stöðu og píramídarnir í Egyptalandi. Á miðju svæðinu stendur hinn mikli Brodgar-hringur. Þessi tilkomumikli steinhringur var reistur um 2500-2000 f.Kr. og er umluktur garði og síki. Af steinunum 60 sem upphaflega mynduðu hann standa enn 27. Í nágrenninu er að finna hinu miklu steina í Stenness sem líka eru leifar steinhrings. Skara Brae er einnig á svæðinu sem er á heimsminjaskrá UNESCO en það er ótrúlega vel varðveitt þorp frá forsögulegum tíma og sömu sögu er að segja af Meashowe sem er ein þekktasta grafhvelfing í Evrópu. Enn stendur yfir uppgröftur á Brodgar-nesi sem sviptir hulunni af sögu þessa töfrandi landsvæðis.
Þegar víkingar komu til Orkneyja fylgdi þeim fleira en sögurnar. Mörg örnefni eru norræn að uppruna og enn má heyra áhrif tungumálsins í mállýskunni sem töluð er á Orkneyjum. Víkingasjóðir líkt og sá sem fannst við Skaill í Sandwick og bátkumlið í Scar sýna hversu margslungin og ríkuleg menning þeirra var.
Orkneyjar gegndu mikilvægu hlutverki í báðum heimsstyrjöldunum. Breski flotinn notaði hina náttúrulegu höfn, Scapa Flow, sem flotastöð í fyrri heimsstyrjöldinni. Arfleifð heimsstyrjaldarinnar síðari er einkum að sjá þegar ferðast er um Churchill-tálmana, upphækkaða vegi sem tengja Meginlandið við Suðureyjar. Ítalskir stríðsfangar á Borgarey (Burray) og Lambhólma (Lambholm) reistu tálmana. Þeirra arfleifð er ítalska kapellan sem er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Orkneyjum.
The Ring of Brodgar stands in the Heart of Neolithic Orkney © Frank BradfordZoom
Kirkwall er höfuðborg Orkneyja og miðstöð stjórnsýslu. Margir áhugaverðir staðir eru í miðbænum auk verslana, veitingastaða og gistihúsa. Safnið Orkney Museum er í gömlu og reisulegu íbúðarhúsi sem kennt er við Tankerness. Safnið geymir muni sem sýna 5.500 ára sögu Orkneyja, frá nýsteinöld til nútímans. Gegnt dómkirkju heilags Magnúsar eru hallir biskupsins og jarlsins en þær þykja með merkustu byggingum í skoskri byggingarsögu. Þegar maður er hingað kominn er svo ekki úr vegi að sækja heim Highland Park, nyrstu áfengisverksmiðju Bretlands, eða líta við á Orkney Wireless Museum sem sýnir sögu fjarskipta og útvarpssendinga á Orkneyjum.
Hinn fallegi bær Stromness er næststærsti bær Orkneyja. Hið verðlaunaða listasafn Pier Arts Centre er í miðbænum og á safninu er sjósókn Orkneyinga gerð góð skil.
Ferðamáti
Auðvelt er að ferðast til Orkneyja með flugi (www.flybe.com) eða skipi, frá Aberdeen, Scrabster, (www.northlinkferries.co.uk) Gill’s Bay (www.pentlandferries.co.uk) eða með ferju frá John O’ Groats (www.jogferry.co.uk).
Upplýsingar um ferjusiglingar má nálgast á www.orkneyferries.co.uk
STAÐSETNING
HAFA SAMBAND
St. Magnus Cathedral (dómkirkja heilags Magnúsar)
Custodian
Broad Street
Kirkwall
Orkney
KW15 1NX
Sími: 00 44 1856 874894
Upplýsingar fyrir ferðamenn
Netfang: info@visitorkney.com