» Skip to content

Um THING-verkefnið

Þing voru undanfarar þjóðþinga og dómstóla dagsins í dag. Verkefni okkar gengur út á að miðla og skiptast á þekkingu um hvernig megi viðhalda og þróa þessa staði sem hafa að geyma rætur norræns lýðræðis.

Project Partners at Gulatinget, Norway © Frank Bradford Project Partners at Gulatinget, Norway © Frank BradfordZoom THING-verkefnið er þriggja ára fjölþjóðlegt verkefni sem kostað er af Norðurslóðaverkefninu. Þátttakendur eru Noregur, Ísland, Færeyjar, Hjaltland, Orkneyjar, Skosku hálöndin og Mön. Norðurslóðaverkefnið miðar að því að hjálpa afskekktum byggðum og jaðarbyggðum á norðurslóðum að þróa efnahagslega, félagslega og umhverfislega möguleika sína. Verkefnið hefur komið á netkerfi til að kanna og kynna tenginguna á milli norðurevrópskra þingstaða og þróa tækifæri til sjálfbærs reksturs og sjálfbærrar ferðamennsku á hverju aðildarsvæði fyrir sig.

Við höfum komið okkur upp sameiginlegri aðferð við túlkun og kynningu þingstaða í netkerfinu. Þótt hver staður sé einstakur fylgja þeim að mörgu leyti sömu áskoranir og með því að skiptast á þekkingu og aðferðum við stjórnun staðanna öðlumst við dýrmæta innsýn í þá. Þátttakendur hafa unnið saman og skipst á sérþekkingu til að búa til námsefni. Við höfum komið á fót og erum að prófa aðferðir við að vekja fólk til vitundar og miðla upplýsingum með aðstoð veftækni og samfélagsmiðla.

Ein helsta afurð verkefnisins er þessi vefgátt sem gagnast mun hverjum þeim sem leitar sér upplýsinga í tengslum við einhvern staðanna eða aðildarsvæðanna.  Einnig erum við að kanna möguleikann á fjöldaútnefningu á heimsminjaskrá UNESCO að fyrirmynd Þingvalla á Íslandi sem þegar eru á heimsminjaskránni.

Til þess að ná þessum markmiðum höfum við:

  • Skipulagt röð alþjóðlegra vinnufunda, fyrirlestra og staðarheimsókna til að styrkja netkerfið og efla vitund um staðina;
  • Kannað notkun verkefnastjórnunarkerfa á Netinu og samfélagsmiðla til samskipta á milli þátttakenda og hagsmunaaðila og til að efla vitund um staðina;
  • Þróað sameignlegar aðferðir við túlkun og miðlun upplýsinga í tengslum við staðina;
  • Búið til sérstaka vefsíðu fyrir almenning sem beinir notendum að réttum upplýsingum um hvern stað og eflir sjálfbæra ferðamennsku.  

 

Frekari upplýsingar um THING-verkefnið er að finna á www.thingproject.eu

NÝJUSTU FRÉTTIR

RSS

The THING Sites GeoTour

The THING Project has teamed up with the folk over at geocaching.com to create an official Thing Sites GeoTour.

FJÁRMÖGNUN VERKEFNIS