» Skip to content

Hvað er þing?

Þing eru fornir samkomustaðir sem má finna víða um Norður-Evrópu og rekja til samnorrænnar arfleifðar okkar. Þeim hefur verið lýst sem lýðræðisvöggu víkinganna því stofnun þeirra var tilraun til að koma á fulltrúakerfi sem gerði kleift að leiða deilumál friðsamlega til lykta á hlutlausum vettvangi í stað blóðsúthellinga.

Kerfið reyndist svo árangursríkt að það var flutt út frá heimalöndum víkinganna á Norðurlöndum til nýlendna þeirra um alla Norður-Evrópu. Margir staðir þekkjast á því að í nafni þeirra er að finna aðskeytið „thing“, „ting“, „ding“ eða „fing“. Sem dæmi má nefna Gulating í Noregi, Tingvalla í Svíþjóð, Þingvelli á Íslandi, Tinganes í Færeyjum, Tingwall á Hjaltlanseyjum og Orkneyjum, Dingwall í Skotlandi, Tynwald á Mön og Fingay Hill á Englandi.

Þegar víkingar og norrænir landnámsmenn komu til nýrra staða höfðu þeir með sér sína siði og réttarkerfi. Á þingum voru stjórnsýslulegar ákvarðanir teknar, lögum framfylgt og deilur til lykta leiddar. Umsjón með þingstörfum höfðu höfðingjar eða goðar ásamt lögsögumanni (dómara) en hlutverk hans var að geyma lögin í minni sér og fara með þau á þinginu. Á sumum þingum, svokölluðum alþingum, höfðu allir frjálsir menn atkvæðisrétt. Á öðrum, lögþingum, túlkaði krúnan lögin ásamt samfélaginu á staðnum.  

Þingin voru einnig vettvangur trúariðkunar og vöruskipta. Á Þingvöllum sjást enn tóftir búða þar sem kaupmenn versluðu við þingmenn.

Enn í dag má sjá aðferð þinganna við að setja og birta lög og nokkur þing eru enn starfandi. Íslenska þingið nefnist enn Alþingi, norska þingið heitir Stortinget og færeyska þingið er kallað Løgtingið. Þingið á Mön, sem nefnist Tynwald, kemur enn saman á hinum forna þingstað, Tynwald Hill, á miðju sumri ár hvert.

Á dögum ört vaxandi alþjóðahyggju og alþjóðavæðingar minnir saga þinganna okkur á mikilvægi traustra réttarkerfa og þess að reyna að leiða deilumál til lykta með friðsamlegum hætti.

NÝJUSTU FRÉTTIR

RSS

The THING Sites GeoTour

The THING Project has teamed up with the folk over at geocaching.com to create an official Thing Sites GeoTour.

FJÁRMÖGNUN VERKEFNIS